Sóttvarnir og umgengni í skólabyggingunni

  • Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en við hvetjum þau, sem og alla okkar nemendur til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna.
  • Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 500 í rými.
  • Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk.
  • Forráðamenn, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabygginguna og gæta að sóttvörnum.
  • Grímunotkun er valkvæð.                                      
  • Um viðburði á vegum skólans gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og um 500 manna fjöldatakmörkun fullorðinna.

Upphaf skólaársins 2021-2022

Skrifstofan opnar eftir sumarleyfi þriðjudaginn 18. ágúst og er opin mán-fim frá kl.9-17 og fös frá kl.9-16.
Þau sem hafa fengið inngöngu í nám fengu staðfestingu á skólavist í júní sl. Aðrir fara sjálfkrafa á biðlista.

Kennsla í hljóðfæragreinum og söng hefst fimmtudaginn 26. ágúst.
Kennsla í tónfræðagreinum hefst mánudaginn 30. ágúst
Önnur samspil og hóptímar hefjast eins fljótt og auðið er, kennarar láta sína nemendur vita.

Umsjónakennarar hafa samband við sína nemendur varðandi tímasetningar allra einka- og hóptíma.