Undrabörn og tónskáld – Mozart og Liszt

anna

Tónleikar og fyrirlestur í Bergi

Tónleikafyrirlestur með Önnu Málfríði Sigurðardóttur píanóleikara verður haldinn í Bergi Hljómahöll, miðvikudaginn 12. október kl.17:30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Anna Málfríður  mun fjalla um tónskáldin Mozart og Liszt  og einnig um verkin sem leikin verða. Tónleikarnir hefjast kl. 17:30  og eru rúmlega einn og hálfur tími með hléi.

Skoðað verður m.a. hvað þessi tónskáld áttu sameiginlegt þó að yfir 50 ár skildi þau að í tíma og hvernig ferðalög og kynni af öðrum tónskáldum og verkum þeirra höfðu áhrif á þeirra eigin tónsmíðar.
Á efnisskrá verða einungis verk eftir Wolfgang A. Mozart og  Franz Liszt, þ.á.m. hin þekkta sónata Mozarts sem oft er nefnd „Alla Turca“ og þrjár Petrarca Sonnettur eftir Liszt, sem hann umskrifaði eftir samnefndum sönglögum sínum og eru samin við texta eftir ítalska skáldið Francesco Petrarca. Auk þess verða á efnisskránni Fantasían í d moll eftir Mozart og Waldesrauschen eftir Liszt.