Skólahald fellur niður 14. febrúar

TILKYNNING: Bæjaryfirvöld/Fræðsluyfirvöld Reykjanesbæjar hafa tekið þá ákvörðun að kennsla í skólum Reykjanesbæjar (þar með talið í Tónlistarskólanum) falli niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar, vegna slæmrar veðurspár.

The Musicschool will be closed due to bad weather friday the 14th of February!

Dagur Tónlistarskólanna

Við höldum okkar árlegu hljóðfærakynningu fyrir nemendur í Forskóla 2, sunnudaginn 9. febrúar, í tilefni af „Degi tónlistarskólanna“ sem er daginn áður.
Dagskráin hefst kl. 10.30 með tónleikum í Stapa þar sem forskólanemendurnir koma fram og flytja tvö lög við undirleik kennarahljómsveitar.
Síðan færa allir sig yfir í Tónlistarskólann þar sem kennarar og jafnvel nemendur verða í stofum og taka á móti forskólabörnunum, sem fá þar tækifæri til að prófa flest þau hljóðfæri sem kennt er á í skólanum, spjalla um hljóðfærin og forvitnast um allt sem tengist þeim. Þá gefst forráðamönnum forskólanemendanna gott tækifæri til að kynna sér námið.
Dagskránni lýkur kl.12.00
Lúðrasveit skólans verður með kaffihús og kökubasar í skólanum, frá kl.10.30 – 12.30. Ágóðinn rennur í ferðasjóð lúðraveitarinnar, en hún fer í sumar í tónleikaferð til Frakklands.