Rythmískur söngur

Söngnám innan rytmísku deildarinnar: Skólinn býður nú upp á nám í rytmískum söng sem er djass- og dægurlagasöngur. Námið er ætlað nemendum frá 12 ára aldri og þurfa umsækjendur að mæta í raddprófun áður en skólavist er staðfest. Auk þess sem nemendur læra raddtækni og fleira því tengt, er m.a. kennt að syngja í hljóðnema (míkrófón).
Nemendur í rytmískum söng tilheyra rytmísku deild skólans og munu því taka þátt í þeim hljómsveitum sem starfræktar eru innan deildarinnar þegar þeir hafa orðið kunnáttu til þess.
Sækja skal um á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2 (Hljómahöll) eða á vef Reykjanesbæjar undir mittreykjanes.is
Einungis örfáir nemendur verða teknir inn að þessu sinni.
Upplýsingar um námsgjöld er að finna í gjaldskrá skólans hér á vefsíðunni.

Kennari er Díana Lind Monzon.