Námsgreinar

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er mjög stór tónlistarskóli á íslenskan mælikvarða, með sérlega mikið námsframboð, bæði hvað varðar hljóðfæraval og möguleika á samspili og hljómsveitastarfi. Skólinn starfar eftir aðalnámskrá tónlistarskóla og er einnig aðili að Prófanefnd tónlistarskóla.

Skólinn er deildaskiptur; forskóladeild, hljómborðsdeild, strengjadeild, söngdeild, blásaradeild og rytmísk deild.

Eftirtaldar námsgreinar eru í boði við skólann:

* Hljóðfæranám, klassískt og rytmískt
* Hljómsveitir, blásara, strengja og rytmískar
* Forskóli
* Tónver (vinnsla tónlistar á tölvur ásamt upptökutækni)
* Tónfræðanám skv. klassískri og rytmískri námskrá
* Söngnám, klassískt og rytmískt
*Suzuki nám á blokkflautu og píanó fyrir yngri nemendur