Skólaslit

Skólaslit Tónlistarskólans fara fram miðvikudaginn 27. maí kl.18 í Stapa. Allir nemendur eiga að mæta og taka við vitnisburðarskírteini sínu. Þeir sem ekki mæta verða að nálgast sín skírteini á skrifstofu skólans því þau verða ekki send út í pósti.

Lúðrasveitatónleikar á Hvítasunnu

Vortónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða í Stapa, Hljómahöll, mánudaginn 25. maí, sem er annar í hvítasunnu. Á tónleikunum sem hefjast kl. 18:00, koma fram yngsta, mið og elsta sveit. Elsta lúðrasveitin hefur kallað til liðs við sig góða gesti sem nokkurs konar einleikara, en það eru kór söngdeildar og elsta gítarsveit skólans. Efnisskrá tónleikanna er því mjög fjölbreytt, þar sem aldur hljóðfæraleikara lúðrasveitanna og getustig er mjög breitt og aðkoma kórsins og gítarsveitarinnar mun setja annan og nýstárlegan blæ á tónleikana.

Stjórnendur lúðrasveitanna eru Harpa Jóhannsdóttir, Kristín Þ. Pétursdóttir, Björgvin R. Hjálmarsson og Karen J. Sturlaugsson. Stjórnandi Kórs Söngdeildar er Dagný Þ. Jónsdóttir og stjórnandi gítarsveitarinnar er Þorvaldur M. Guðmundsson.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Bjöllukór Tónlistarskólans

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var stofnaður árið 2012 í tilefni af því að Sinfóníuhljómsveit Íslands óskaði eftir bjöllukórum til að spila á jólatónleikum þeirra það árið. Eftir það var ekki aftur snúið og kórinn spilað á öllum jólatónleikum Sinfóníunnar síðan þá við góðar undirtektir áheyrenda.
Í sumar stefnir Bjöllukórinn á reisu til Bandaríkjanna þar sem þau hefja dvölina á nokkurra daga bjöllukóranámskeiði/-hátíð í University of Massachusetts og enda ferðina á því að spila með stórri hljómsveit og kór í einum virtasta tónleikasal heims, Carnegie Hall í New York.
Ekki fyrir löngu setti bjöllukórinn í loftið „like“ síðu á Facebook og hvetjum við fólk að fylgjast með þeim þar!

Bjöllukór á Facebook

Hér spila þau við messu í Árbæjarkirkju

Hér spila þau við messu í Árbæjarkirkju

Reykjanesbaer Music School Bell Choir 3

 

 

Myndir frá framhaldstónleikum

28. apríl sl. hélt Ína Dóra Hjálmarsdóttir framhalds- og burtfarartónleikar sína frá skólanum. Húsfyllir var á tónleikunum og voru áhorfendur ansi lukkulegir þegar Ína söng 2 aukalög eftir að hún var klöppuð upp. Með henni spilaði Helga Bryndís á píanó, Díana Lind á gítar og í tveimur lögum söng bróðir hennar, afmælisbarnið, Snorri Hjálmarsson með henni. Hér að neðan eru myndir frá kvöldinu.

Síða 1 Síða 2 Síða 3 Síða 4 Síða 5 Síða 6

 

Sigrún Lína hélt sína framhalds- og burtfarartónleika sína tveimur dögum síðar, 30. apríl, fyrir fullum sal í Bergi. Margi voru á því máli að Sigrún hafi verið í fantastuði og aldrei sungið betur. Helga Bryndís lék með henni á píanó á tónleikunum.

Síða 1 Síða 2 Síða 3 Síða 4 Síða 5

Við óskum þeim innilega til hamingju með tónleikana!