Lúðrasveit Verkalýðsins og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar

Hausttónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins í samvinnu með Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Lúðrasveit verkalýðsins blæs til árlegra hausttónleika helgina 26. – 27. nóvember næstkomandi í samstarfi við Tónlistarskólann. Á tónleikunum koma fram ungir einleikarar frá skólanum og flytja með sveitinni fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá.
Fyrri tónleikarnir eru laugardaginn 26. nóv kl.14 í Ráðhúsi Reykjavíkur og þeir seinni sunnudaginn 27. nóv kl.16 í Stapa, Hljómahöll.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Dagur íslenskrar tungu – tónleikar

Tónleikar hljómborðsdeildar og klassískrar söngdeildar

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað með tónleikum miðvikudaginn 16. nóvember kl. 17:00 í Bergi, Hljómahöll.

Á tónleikunum munu söngnemendur flytja lög við ljóð nokkurra helstu skálda þjóðarinnar.
Meðleikarar eru nemendur hljómborðsdeildar.

Þetta er fimmta árið sem hljómborðsdeild og söngdeild tónlistarskólans halda tónleika af þessu tilefni.

Allir hjartanlega velkomnir!