Kjarni og lúðrasveit

Í ljósi nýrra reglna um sóttvarnir í skólum, þá færum við kennslu í Kjarna úr fjarkennslu í staðkennslu frá og með næsta mánudegi, 31. janúar.
Tímasetningar kennslustunda verða þær sömu og var áður en fjarkennslan hófst.

Það sama á við um lúðrasveitaæfingar, þær hefjast að nýju frá og með mánudeginum 31. janúar.

Kennsla fellur niður 10. jan

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fyrirhugaðar Covid-bólusetningar 6-11 ára barna í Reykjanesbæ (1.-6. bekkur) fari fram mánudaginn 10. janúar n.k. og bólusett verði í Tónlistarskólanum.
Hvíldaraðstaða/biðaðstaða að lokinni bólusetningu verður í Stapa, Hljómahöll.

Vegna þessa fellur öll kennsla í Tónlistarskólanum niður mánudaginn 10. janúar, bæði hljóðfærakennslan í grunnskólunum og öll kennsla hér í aðalstöðvum skólans að Hjallavegi 2.
Það á við um alla hljóðfæratíma og söngtíma, allar tónfræðagreinar (Kjarni og slíkar greinar) og allt samspil. Þetta á líka við um alla kvöldtíma.
Þegar bólusetningunum er lokið, verður skólinn þrifinn vel og vandlega og öll svæði og stofur sótthreinsaðar.

Kennsla verður því með eðlilegum hætti á þriðjudaginn.
Þótt kennsla Tónlistarskólans falli niður á mánudaginn, þá verður skrifstofa skólans opin og við skólastjórarnir til taks, en þá eingöngu í gegn um tölvupóst eða síma.
Aðrar gestakomur en þær sem snúa að bólusetningunum eru óheimilar.

Sóttvarnarreglur 2022

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4. janúar.
Ef einhverjar breytingar verða á hóptímum munu kennarar láta sína nemendur vita, fylgist vel með skilaboðum þeirra.
Hér að neðan eru gildandi sóttvarnarreglur til og með miðvikudeginum 12. janúar.

Nemendur og aðrir
· Hámarksfjöldi nemenda í sama rými er 50
· Fjöldatakmörkun gildir ekki í almennu rými
· Blöndun nemenda/-hópa er heimil
· Nemendur fæddir 2005 og fyrr skulu bera andlitsgrímu, á göngum og í kennslustund
· Að lágmarki 1 meter skal vera á milli nemenda í kennslustofum og á hópæfingum/-tímum
· Aðstandendur Suzukinemenda sem fylgja þeim í náminu, skulu bera andlitsgrímu
· Nemendur spritti hendur áður en farið er í kennslustund
· Við hvetjum nemendur til að þvo sér oft og vel um hendur
· Séu nemendur með einkenni covid-smits, skulu þeir ekki mæta í tónlistarskólann
· Gestakomur eru ekki heimilar nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda