Endaspretturinn og

Þá er lokasprettur skólaársins hafinn. Framundan eru ársprófin, síðustu áfangapróf þessa skólaárs og vortónleikar. Nemendur þurfa að klára undirbúning verkefnanna í samstarfi við kennara sína svo allt verði sem best úr garði gert og nemendur finni sig örugga og tilbúna fyrir próf og tónleika.

Hér koma upplýsingar um tónleika, próf o.fl.:

  • Árspróf í hljóðfæraleik og söng verða dagana 23. – 27. apríl.
  • Áfangapróf í hljóðfæraleik og söng verða í maí. Kennarar tilkynna nemendum nánar um prófdaga, staðsetningu prófa og tíma.
  • Síðasti prófhluti í Kjarna yngri nemenda fer fram dagana 10. – 16. maí.
  • Síðasti prófhluti í Kjarna eldri nemenda (hraðferð) verða dagana 14. og 15. maí.
  • Síðasti hluti prófa í Tónheyrn verður 10. maí. Próf í Hljómfræði verða 14. maí.
  • Próf í Tónlistarsögu verða 24. maí. Vortónleikar deilda verða dagana 21. – 25. maí.
  • Síðasti kennsludagur er föstudagurinn 25. maí.
  • Starfsdagar kennara verða 29. og 30. maí og 1. júní.
  • Skólaslit verða fimmtudaginn 31. maí kl.18.00 í Stapa, Hljómahöllinni.