Hljóðfæraleiga

Hljóðfæraleiga og ábyrgð leigjenda

Skólinn á nokkurt safn strengja- og blásturshljóðfæra sem nemendur geta fengið leigð fyrstu námsárin, auk sílófóna fyrir slagverksnemendur. Skólinn mælist þó til þess að nemendur eignist hljóðfæri sem fyrst, því viðhorf þeirra til námsins breytist mikið þegar leikið er á eigið hljóðfæri.
Leigjendur hljóðfæra bera alfarið ábyrgð á skemmdum sem verða á lánstímanum sem og bilunum sem rekja má til notkunar eða meðferðar nemandans og skuldbinda sig til að greiða allan kostnað sem af því hlýst.
Sjá nánar í umsóknarferli um skólavist.

Samþykkt skilmála um hljóðfæraleigu í umsóknarferli nýrra umsókna, jafngildir undirritun leigusamnings.
Hljóðfæraleiga er hluti af gjaldskrá skólans.

Fjallað er um meðferð hljóðfæra í eigu skólans undir hlekknum „Skólinn og námsumhverfið“ – „Skóla- og tónleikareglur“.
Gjaldskrá skólans undir hlekknum „Skólinn og námsumhverfið“ – „Gjaldskrá“.