Gleðileg jól!

Tónlistarskólinn óskar nemendum sínum, forráðamönnum og öllum íbúum Reykjanesbæjar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Nú erum við komin í jólafrí og hefst kennsla aftur fimmtudaginn 4. janúar!

Jólatónleikar

Það er mikið um að vera núna í desember og eru um 30 jólatónleikar á dagsskrá. Undir flipanum „Viðburðir“ hér að ofan má nálgast jóladagskránna. Á þessa tónleika eru allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Einnig vekjum við athygli að því að jólaútgáfa Tónvísis, fréttabréf skólans, er aðgengileg hér að ofan.