Tónleikar

Í næstu viku hefjast á ný tónleikar. Mánudaginn 1. feb og þriðjudag 2. feb fara fram almennir nemendatónleikar þar ýmsir nemendum koma fram. Ungir og aldnir, strengja- og blástursleikarar og stöku söngvari. Tónleikarnir báðir hefjast stundvíslega kl.17:30.
Eins og var hjá okkur fyrir áramót þá eru engir áhorfendur leyfðir en hægt verður að fylgjast með tónleikunum í beinni á YouTube-rás skólans hér


Breytingar

Gleðilegt nýtt ár!

Gjaldskrá
Nú hefur tekið í gildi ný gjaldskrá og er hana að finna hér að ofan undir flipanum Skólinn og námsumhverfið.
Þau sem nú þegar stunda nám við skólann þurfa ekki að hafa áhyggjur af hækkun á sínum skólagjöldum, þessi nýja gjaldskrá á við um þau sem skrá sig til náms frá og með 1. janúar 2021 og fyrir núverandi nemendur tekur hún gildi við endurnýjun umsóknar í haust.

Breyting á opnunartíma
Vegna styttingu vinnuvikunnar höfum við breytt opnunartíma skrifstofunnar í það sem hér segir; mánudaga – fimmtudaga opið frá kl.9-17 og föstudaga opið frá kl.9-16.

Sóttvarnarreglur
Breytingar og afléttingar á sóttvarnarreglum innan skóla tóku gildi um áramót og hér efst á síðunni er hægt að sjá hvaða reglur eiga við um okkar skóla.