Dagur tónlistarskólanna

Dagur Tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar laugardaginn 9. febrúar. Dagsskráin hefst á tónleikum Forskóla 2 kl.10:30 í Stapa þar sem þau flytja tvö lög ásamt hljómsveit skipuð kennurum skólans. Strax í kjölfarið er síðan þessum nemendum og öðrum áhugasömum boðið í hljóðfærakynningu þar sem þau fá tækifæri til að leika á hljóðfæri og fá leiðsögn frá kennurum skólans.
Á meðan á hljóðfærakynningunni stendur, frá kl.11:00, fara fram tónleikar með ýmsum samleikshópum á Torginu á 2. hæð skólans. 
Kaffihús Bjöllukórs TR verður opið frá kl.10.30 – 12.30 þar sem ljúffengar veitingar verða á vægu verði. Ágóðinn rennur í ferðasjóð Bjöllukórsins.