Tónfundir falla niður

Tónfundir sem eiga að vera í þessari viku, mánudag til föstudags, falla niður vegna verkfalls Félags tónlistarskólakennara. Lang flestir af þeim nemendum sem koma áttu fram á tónfundunum eru nemendur kennara í verkfalli auk þess sem tónfundirnir áttu að vera í umsjón kennara sem eru í verkfalli.

Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hafið

Tónlistarskólakennarar sem eru innan Kennarasambands Íslands, þ.e. í Félagi tónlistarskólakennara (FT), hafa staðið í erfiðri kjarabaráttu allt þetta ár og nú er svo komið að boðað verkfall FT er hafið frá og með deginum í dag, miðvikudaginn 22. október. Við það raskast starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verulega, sem og nánast allra annarra tónlistarskóla á landinu.

Til upplýsinga, eru hér að neðan tveir listar. Annars vegar yfir þá kennara TR sem fara í verkfall og þær kennslugreinar sem þeir kenna við skólann og falla niður meðan á verkfalli stendur. Hins vegar listi yfir þá kennara TR sem ekki fara í verkfall (eru í Félagi íslenskra hljómlistarmanna, FÍH) og þær kennslugreinar sem þeir kenna og verða óbreyttar.

Kennarar innan KÍ/FT sem fara í verkfall og kennslugreinar og stjórnun sem falla niður vegna þess:

Aleksandra Pitak: Gítar, mið gítarsamspil, deildarstjórn

Áki Ásgeirsson: Tónver, Tónsmíðar

Berglind Stefánsdóttir: Flauta

Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir: Píanó, Slagkraftar, Slagharpa, deildarstjórn

Dagný Marinósdóttir: Flauta

Dagný Þórunn Jónsdóttir: Forskóli, Söngur, Opin söngdeild, Kór

Geirþrúður Fanney Bogadóttir: Forskóli, Klarinett, deildarstjórn

German Khlopin: Píanó, Harmonika, Samspil

Gréta Rún Snorradóttir: Forskóli, Selló

Helga Aðalheiður Jónsdóttir: Blokkflauta, Samspil

Helga Bryndís Magnúsdóttir: Meðleikur söngdeildar

Helgi Þorleiksson: Slagverk

Ína Dóra Hjálmarsdóttir: Forskóli, Kjarni

Jón Guðmundsson: Flauta

Jóna Kristín Jónsdóttir: Kjarni

Karen Janine Sturlaugsson: Bjöllukór, Aðstoðarskólastjórn. ATH. að æfingar elstu lúðrasveitarinnar munu halda áfram undir stjórn Björgvins R. Hjálmarssonar aðstoðarstjórnanda.

Kristín Þóra Pétursdóttir: Klarinett

Kristján Karl Bragason: Píanó, Meðleikur hljóðfæradeilda

Ragnheiður Skúladóttir: Píanó

Sigrún Gróa Magnúsdóttir: Forskóli, Píanó, Meðleikur yngri strengjanemenda, Slagkraftar

Steinar Guðmundsson: Píanó, Hljómborð

Tone Solbakk: Forskóli

Unnur Pálsdóttir: Fiðla, Strengjasveit eldri

Vilhjálmur Ingi Sigurðarson: Málmblástur

Þorkell Atlason: THH, Klassísk tónlistarsaga

Þorvaldur Már Guðmundsson: Gítar, yngsta og elsta gítarsamspil

Þórunn Harðardóttir: Fiðla, Víóla, Strengjasveit yngri

Örvar Ingi Jóhannesson: Píanó

Kennarar innan FÍH og fara því ekki í verkfall og kennslugreinar og stjórnun sem falla ekki niður:

Andrés Þór Gunnlaugsson: Meðleikur í Rymtískum söng

Andri Ólafsson: Klarinett

Ásgeir Aðalsteinsson: Forskóli, Kjarni

Björgvin Ragnar Hjálmarsson: Saxófónn, aðstoðarstjórnandi Lúðrasveit mið og elsta

Brynjólfur Snorrason: Trommur

Bylgja Dís Gunnarsdóttir: Forskóli, Söngur, Opin söngdeild, Leiklist söngdeildar

Díana Lind Monzon: Gítar

Eyþór Ingi Kolbeins: Rytmísk hljómfræði, Samspil, deildarstjórn

Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir: Rytmískur söngur

Högni Þorsteinsson: Rafgítar, Samspil

Ingi Garðar Erlendsson: Kjarni, Djass-tónlistarsaga, deildarstjórn

Jóhann Smári Sævarsson: Söngur, Opin söngdeild

Páll Hannesson: Kontrabassi

Róbert Þórhallsson: Rafbassi

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir: Málmblástur, Lúðrasveitir yngsta og mið, Samspil

Steingrímur Karl Teague: Rytmískt píanó

Strengjamót á Akureyri 17.-19. október

Landsmót strengjanemenda verður haldið á Akureyri dagana 17., 18. og 19. október n.k. Myndarlegur hópur nemenda, foreldra og kennara úr strengjadeild skólans tekur þátt, og verður lagt af stað með rútu héðan frá skólanum kl.10.30 á föstudaginn.

Landsmótinu lýkur með tónleikum í Hofi á sunnudeginum 19. október kl. 13.30. Það eru allir velkomnir á tónleikana og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.

Vetrarleyfi

Föstudaginn 17. og mánudaginn 20. október verður skólinn í vetrarleyfi. Það verður því engin kennsla þessa daga. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 21. október.