Nú standa yfir starfsdagar í Tónlistarskólanum, þar sem verið er að setja saman stundatöflur og klára annan undirbúning fyrir skólaárið sem er að hefjast.
Kennsla hefst í öllum námsgreinum, þriðjudaginn 27. ágúst.
Hljóðfærakennarar/söngkennarar munu hafa samband við nemendur/forráðamenn á næstu dögum, þ.e. fyrir 27. ágúst, og tilkynna tíma í þeim námsgreinum sem nemendur eiga að sækja.