Tónleikar lengra kominna nemenda

Hinir árlegu Tónleikar lengra kominna nemenda verða í Bíósal Duushúsa, miðvikudaginn 12. mars og fimmtudaginn 13. mars. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Á tónleikum lengra kominna nemenda, koma fram þeir nemendur skólans sem komnir eru í framhaldsnám í tónlistarnámi sínu og einnig nokkrir þeirra sem komnir eru langt í miðnámi.