Tónleikar í mars

Ásamt almennum nemendatónleikum þá eru allmargir stærri tónleikar á dagsskrá hjá okkur í mars.
Árlegu stórtónleikar Forskóla 2 og lúðrasveitar C fara fram fimmtudaginn 18. mars kl.17 og kl.18 í Stapa. Tónleikarnir verða áhorfendalausir en hægt að fylgjast með þeim á Youtube-rás skólans.

Söng- og hljómborðsdeild leiða saman hesta sína með tónleikum föstudaginn 19. mars kl.17:30 í Bergi.
Tónleikar framhaldsnemenda fara svo fram mánudaginn 22. mars og þriðjudaginn 23. mars, báðir byrja þeir kl.19:30 og eru í Bergi.
Þessum tónleikum verður streymt á Youtube-rás skólans hér