Greiða þarf sérstaklega fyrir áfangapróf, þ.e. Grunn-, Mið- og Framhaldspróf, í hljóðfæraleik og söng og samræmt Miðpróf í tónfræðagreinum.
Prófanefnd tónlistarskóla gefur út gjaldskrá árlega og birtir á vefsíðu sinni http://profanefnd.is
Tekin var sú ákvörðun af bæjaryfirvöldum í upphafi þessa prófakerfis, að Tónlistarskólinn greiði 50% af prófgjaldi nemenda og lítur á það sem styrk til viðkomandi nemenda.
Innheimtukrafa fyrir 50% hlut nemenda í prófgjaldi áfangaprófa birtist í heimabanka þess sem skráður er fyrir skólagjöldum.