SKÓLAREGLUR TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR
1. Fjarvistir og forföll.
Nemendur mæti stundvíslega í skólann. Fjarvistir ber að tilkynna samdægurs. Ótilkynntar fjarvistir (skróp) eru litin alvarlegum augum og hvert tilvik skoðað af skólayfirvöldum. Þetta á við allar fjarvistir, óháð námsgrein. Hljómsveit/samspil/samsöngur/kór teljast til námsgreina.
Skólinn áskilur sér rétt til þess að víkja nemanda úr skólanum vegna fjarvista.
Skólinn áskilur sér einnig rétt til þess að leita skýringa ef leyfi verða óeðlilega mörg.
Kennurum ber ekki að bæta upp forföll nemenda né eigin veikindadaga.
2. Eigur skólans, umgengni og samskipti.
Nemendum ber að ganga vel um húsnæði skólans og aðrar eigur hans.
Valdi nemandi skemmdum á eigum skólans, ber honum að bæta þær.
Nemendur skulu fara að fyrirmælum starfsfólks skólans og sýna því og öðrum nemendum virðingu.
3. Hljóðfæri.
Nemendur skulu fara vel með hljóðfæri og aðrar eigur skólans sem þeir umgangast. Nemendum er stranglega bannað að lána eða leyfa öðrum að prófa hljóðfæri sem hann hefur til umráða frá skólanum. Bili hljóðfæri eða tæki í eigu skólans í meðförum nemanda, sem rekja má til óvarkárni eða slæmrar meðferðar hans, ber viðkomandi að bæta það tjón að fullu. Skólinn bætir bilanir sem verða vegna notkunar fyrri leigjenda.
Nemanda sem leigir hljóðfæri, ber að láta kennara sinn vita ef hljóðfærið bilar og hann mun hafa milligöngu eða veita ráðleggingar varðandi viðgerð. Nemanda er óheimilt að reyna að lagfæra hljóðfærið sjálfur.
Sjá „Hljóðfæraleiga“ hér á vefsíðunni.
4. Tónlistarflutningur.
Tónlistarskólinn hvetur til þess að nemendur komi fram og leiki/syngi sem oftast opinberlega, en nemendum er það óheimilt nema að það sé gert með fullu samþykki hljóðfæra-/söngkennaranna.
Nemendum er skylt að koma fram á þeim tónleikum sem skólinn ákveður.
5. Farsímar.
Nemendum er óheimilt að hafa kveikt á farsíma í kennslustund.
6. Brot á reglunum. Brot á þessum reglum geta varðað brottrekstur úr skólanum.
Tónleikareglur fyrir forráðamenn nemenda
1. Mikilvægt er að nemendur sem eiga að koma fram á tónleikum, mæti tímanlega á tónleikastað, t.d. 10-15 mín. áður en tónleikarnir eiga að hefjast.
Nemendur skulu vera snyrtilegir til fara.
2. Nauðsynlegt er að tilkynna forföll tímanlega fyrir tónleika.
3. Mikilvægt er að tónleikagestir sitji alla tónleikana. Einnig að þeir nemendur sem lokið hafa leik sínum á tónleikunum fari ekki, heldur sitji rólegir út tónleikana.
4. Það þarf að vera algjör undantekning að áheyrandi yfirgefi tónleika meðan á þeim stendur, en ef nauðsyn krefur skal það gert í klappi á milli atriða. Ef áheyrandi mætir of seint á tónleika er sjálfsögð tillitsemi að ganga ekki til sætis nema í klappi á milli atriða.
5. Mikilvægt er að börn í hópi áheyrenda valdi ekki truflun, bæði smábörn og nemendur skólans. Foreldrar/forráðamenn þeirra eru beðnir um að sjá til þess.
6. Allir skulu hafa slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.