Sumardagurinn fyrsti og ársprófavika

Fimmtudaginn 22. apríl er Sumardagurinn fyrsti og eins og síðustu ár er það frídagur.

Vikuna 26. – 30. apríl er ársprófavika í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þá viku fara allir nemendur í próf á sínu hljóðfæri og falla einkatímar niður. Hóptímar, s.s. kjarni og hljómsveitir, eru hins vegar á sínum stað.
Kennarar láta sína nemendur hvenær og hvar þau eiga að mæta í próf.

Skólastarf eftir páska

Kæru nemendur og forráðamenn. Við vonum að þið hafið átt gott páskafrí og eruð tilbúin í rútínuna.
Á morgun þriðjudag, 6. apríl, er starfsdagur hjá okkur og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá á miðvikudaginn 7. apríl. Öll kennsla er leyfð í húsinu hjá okkur og úti í grunnskólunum með smávægilegum takmörkunum.
Hlökkum til að sjá ykkur!