Tvennir framhaldsprófstónleikar í söng fara fram í næstu viku við Tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Það eru þær Sigrún Lína Ingólfsdóttir-mezzo sópran og Ína Dóra Hjálmarsdóttir-sópran sem bjóða til söngveislu í tilefni útskriftar þeirra úr skólanum. Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt og einkar glæsileg þar sem hver og einn ætti að heyra eitthvað við sitt hæfi.
Á báðum tónleikunum er Helga Bryndís Magnúsdóttir meðleikari og aðgangur ókeypis!