Seinni tónleikar lengra kominna nemenda fóru fram 19. mars sl. í Bergi. Alls komu fram 10 nemendur fram á tónleikunum og sumir meira að segja tvisvar! Farið var um víðan völl í tónlistinni og m.a. mátti heyra frumsamið lag eftir Díönu Lind Monzon, Fiðlukonsert eftir Haydn og Sónötu eftir Telemann.