Tónleikar lengra kominna nemenda

Í næstu viku fara fram tónleikar lengra kominna nemenda við skólann. Tónleikarnir eru tvennir, þeir fyrri miðvikudaginn 18. mars í Stapa og seinni fimmtudaginn 19. mars í Bergi og hefjast báðir kl.19:30. Á þessum tónleikum koma fram allir þeir nemendur sem stunda nám á framhaldsstigi eða eru langt komnir á miðstigi. Mikill metnaður er lagður í þessa tónleika og er fólk hvatt til þess að mæta og heyra hvað frambærilegustu nemendur okkar hafa fram á að færa. Aðgangur er ókeypis!