Óperustúdíó


Óperufélagið Norðuróp er að setja á laggirnar Óperustúdíó í samvinnu við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Óperustúdíó er þjálfun fyrir efnilega óperusöngvara sem eru langt komnir í námi eða eru útskrifaðir einsöngvarar sem vilja bæta við sig þjálfun í sviðsframkomu og læra að undirbúa óperu- og söngleikjahlutverk og flytja á sviði undir leiðsögn fagfólks. 

Norðuróp og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hafa átt farsælt samstarf síðustu ár og sett upp nokkrar mjög vel heppnaðar sýningar saman: Brúðkaup Fígarós, Fiðlarinn á þakinu, Mozart Requiem og Verdi Requiem. Í öllum þessum uppfærslum hafa fjölmargir nemendur og kennarar skólans ásamt nemendum annars staðar að af landinu, sem og faglærðir söngvarar tekið þátt og öðlast mikla reynslu. 

Í tengslum við Óperustúdíóið verður Hátíðarkór Norðuróps sem starfar í tvo mánuði á hverju hausti í tengslum við stærri verkefni sem kalla á stóran og öflugan blandaðan kór. 

Tveir aðal kennarar munu starfa við Óperustúdíóið: 

Jóhann Smári Sævarsson óperusöngvari: Óperusöngkennsla, leiklist og túlkun.

Antonia Hevesi, píanóleikari: Óperuþjálfun („coach“) og æfingapíanisti. 

Í boði eru fjórar þátttökuleiðir:

Óperustúdíó – Leið 1.  

Ætlað sem valkvætt nám fyrir söngnemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (TR):

Gjald, sér fyrir Óperustúdíóið, er kr. 35.110 fyrir skólaárið 2024-2025.

Nemendur sem hafa lokið miðprófi:

1. Óperustúdíó – Hóptími 120 mínútur á viku.

2. Hátíðarkór – Hóptími 2×120 mínútur  á viku. Starfar frá september – nóvember ár hvert.

Nemendur sem hafa lokið grunnprófi:

1. Hátíðarkór – Hóptími 2×120 mínútur á viku. Starfar frá september – nóvember.

Óperustúdíó – Leið 2.  

Ætlað þeim sem hafa lokið framhaldsprófi í söng. Þátttakendur sem eru ekki nú þegar nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, verða skráðir nemendur í söng við skólann.

Gjald: Skólagjöld við söngdeild TR skv. gjaldskráTR/Reykjanesbæjar, auk sér gjalds fyrir Óperustúdíóið sem er kr. 35.110 fyrir skólaárið 2024-2025.

1. Tveggja ára kúrs.

2. Valkvætt nám fyrir nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

3. Óperustúdíó – Hóptími 120 mínútur á viku.

4. Hátíðarkór – Hóptími 2×120 mínútur á viku. Starfar frá september – nóvember.

5. Vikulegur söngtími hjá Jóhanni Smára Sævarssyni í tvö skólaár.

6. Vikulegur meðleikstími í tvö skólaár.

Óperustúdíó – Leið 3. 

Ætlað söngvurum sem lokið hafa námi sínu og nemendum LHÍ, sem og nemendum úr öðrum tónlistarskólum sem lokið hafa a.m.k. miðprófi og hafa áhuga á þátttöku í Óperustúdíóinu og/eða Hátíðarkórnum og eru hjá kennara í öðrum tónlistarskólum:

1. Tveggja ára kúrs.

2. Inntökupróf.

3. Þátttakendur eru skráðir í Óperustúdíó Norðuróps. Tengjast ekki Tónlistarskólanum.

4. Óperustúdíó – Hóptími 120 mínútur á viku.

5. Hátíðarkór – Hóptími 2×120 mínútur á viku. Starfar frá september – nóvember.

6. 60 mínútna söngtími hjá Jóhanni Smára Sævarssyni (val).

7. Óperuþjálfun/coaching hjá Antoniu Hevesi – 30 eða 60 mínútur (val).

Gjald sem greiðist skv. gjaldskrá Norðuróps:

• Óperustúdíó: Kr. 57.000 fyrir veturinn 2024-2025.

• Söngkennsla: Kr. 7.500 fyrir hvert skipti veturinn 2024-2025.

• Óperuþjálfun/coaching 30 mín.: Kr. 3.750 fyrir hvert skiptiveturinn 2024-2025.

• Óperuþjálfun/coaching 60 mín.: Kr. 7.500 fyrir hvert skiptiveturinn 2024-2025.

Óperustúdíó – Leið 4.

Ætlað söngnemendum sem lokið hafa a.m.k. miðprófi og mjög vönum kórsöngvurum.

Gjaldfrítt.

1. Hátíðarkór – 2×120 mínútur á viku. Starfar frá september – nóvember.

2. Inntökupróf.

Nánari upplýsingar:

Jóhann Smári Sævarsson: johannsaevarsson@hotmail.com 

Vefsíða Tónlistarskóla Reykjanesbæjar:tonlistarskoli.reykjanesbaer.is