Helgina 6. til 8. október 2023 var haldið strengjasveitamót á Akureyri þar sem strengjanemendur af öllu landinu komu saman. Í heildina voru þetta rúmlega 200 börn sem spiluðu á fiðlu, víólu, selló eða á kontrabassa. Skipt var í fjórar hljómsveitir eftir getu og mikið æft fyrir tónleika sem voru haldnir á sunnudeginum í Hofi. Hver hljómsveit spilaði 2-3 lög og að endingu spiluðu allir 200 þátttakendurnir sameiginlega lagið „Á Sprengisandi“. Að sjálfsögðu var fullt út úr dyrum og standandi lófaklapp fyrir þessum frábæru krökkum sem voru búin að leggja svo mikið á sig.
Tónlistarskólinn í Reykjanesbæ lét sitt ekki eftir liggja og sendi frá sér sex frábæra nemendur sem stóðu sig að sjálfsögðu frábærlega.