Lúðrasveit Verkalýðsins og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar

Hausttónleikar Lúðrasveitar Verkalýðsins í samvinnu með Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Lúðrasveit verkalýðsins blæs til árlegra hausttónleika helgina 26. – 27. nóvember næstkomandi í samstarfi við Tónlistarskólann. Á tónleikunum koma fram ungir einleikarar frá skólanum og flytja með sveitinni fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá.
Fyrri tónleikarnir eru laugardaginn 26. nóv kl.14 í Ráðhúsi Reykjavíkur og þeir seinni sunnudaginn 27. nóv kl.16 í Stapa, Hljómahöll.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!