Kjarni og lúðrasveit

Í ljósi nýrra reglna um sóttvarnir í skólum, þá færum við kennslu í Kjarna úr fjarkennslu í staðkennslu frá og með næsta mánudegi, 31. janúar.
Tímasetningar kennslustunda verða þær sömu og var áður en fjarkennslan hófst.

Það sama á við um lúðrasveitaæfingar, þær hefjast að nýju frá og með mánudeginum 31. janúar.