Tónvísir, jólatónleikar og jólafrí

Í næstu viku hefst jólatónleikaröðin okkar og í ár verða þeir alls 32.
Tónleikarnir verða með svipuðu sniði og venjulega þ.e. að kennarar eða deildir halda sína tónleika hver fyrir sig. Vinsamlegast fylgist vel með tilkynningum sem koma frá kennurum varðandi tónleikana.
Hér að ofan í flipanum Jólatónleikar 2021 er hægt að nálgast dagskrá þessara tónleikaraðar.

Vegna samkomutakmarkana verða engir gestir, en þess í stað munum við streyma tónleikunum á YouTube-rásinni okkar hér líkt og við höfum gert undanfarið.

Fréttabréf okkar, Tónvísir, er einnig komið út og hvetjum við ykkur til að lesa það yfir hér

Jólafrí hefst mánudaginn 20. desember og stendur til 3. janúar.
Kennsla hefst í öllum greinum þriðjudaginn 4. janúar.