Tónleikar hefjast!

Í næstu viku fara fram fyrstu nemendatónleikar vetrarins, alls þrennir tónleikar þann 11., 12. og 14. október. Við erum mjög spennt að hrinda þessum tónleikum af stað því loksins megum við bjóða áhorfendur velkomna í húsið og njóta með okkur. Tónleikarnir eru allir í Bergi, byrja kl.17:30 og eru opnir öllum. Gestir passa að halda góðri fjarlægð við óskylda aðila og er grímunotkun valkvæð.

Hlökkum til að sjá ykkur í húsinu!