Síðasti kennsludagur þessa skólaárs er miðvikudagurinn 26. maí, eftir það taka við starfsdagar og endar skólaárið með skólaslitum sem fara fram í Stapa mánudaginn 31. maí kl.18:00. Vegna fjöldatakmarkana er aðeins gert ráð fyrir starfsfólki skólans, nemendum sem luku áfangaprófum, nemendum sem flytja tónlistaratriði og handhafa Hvatningarverðlaunum Íslandsbanka. Fyrir aðra verður hægt að fylgjast með beinu streymi á Youtube-rás skólans hér.
Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar!