Hóptímar á ný

Búið er að auka svigrúm í starfsemi tónlistarskólanna sem gerir það að verkum að við getum á ný boðið upp á alla okkar hóptíma innan skólans. Hópkennarar munu hafa samband við sína nemendur um næstu skref. Grímuskylda á við um nemendur í 8. bekk og eldri ef ekki er hægt að tryggja 2m fjarlægð við næsta mann. Munum svo að spritta fyrir hverja kennslustund. Hlökkum til að sjá ykkur í húsinu!