Myndir frá kvikmyndatónleikum

Stórskemmtilegir kvikmyndatónleikar lúðrasveitanna fóru fram síðasta miðvikudag. Fullt var útúr dyrum og skemmtu áhorfendur sér mjög vel, ungir sem aldnir. Allar lúðrasveitir skólans spiluðu kvikmyndatónlist frá öllum tímum kvikmyndasögunnar meðan myndbrot rúlluðu á tjaldi. Mátti m.a. heyra lög úr Hringjaranum í Notre Dame, Batman, Frozen, Midway og Latabæ.