Frá og með morgundeginum, miðvikudeginum 25. mars, munum við hefja fjarkennslu í öllum tónfræðagreinum, sem og í öllum hljóðfæragreinum og söng.
Það fyrirkomulag verður viðhaft á meðan smithætta vegna Covid-19 veirunnar varir og takmarkanir á skólahaldi eru í gildi.
Kennsla í Tónveri verður áfram í skólanum.
Nú þegar hafa verið sendir út 2 tölvupóstar til nemenda/forráðamanna:
Annars vegar póstur vegna tónfræðakennslunnar til þeirra árganga sem stunda það nám. Í þeim pósti er útlistað hvernig nemendur ná sér í aðgang að fjarkennslunni.
Hins vegar póstur til allra hljóðfæra- og söngnemenda. Kennarar munu hafa samband við nemendur sína varðandi útfærslu kennslunnar.
Við vonumst til þess að nemendur verði virkir og duglegir í þessu nýja fyrirkomulagi og í góðu sambandi við kennara sína.