Tónlistarskólinn býður nemendum í Forskóla 2 upp á hljóðfærakynningar laugardaginn 17. mars frá kl. 11.00-12.00
Hljóðfærakynningin fer fram í Tónlistarskólanum, Hjallavegi 2 (Hljómahöll)
Á kynningunni gefst nemendum tækifæri til að skoða og prófa flest þau hljóðfæri sem kennt er á í Tónlistarskólanum.
Um leið gefst forráðamönnum tækifæri til þess að ræða við kennara og/eða skólastjórnendur um fyrirkomulag hljóðfæranáms við skólann.