Í næstu viku verður margt um dýrðir hjá okkur því þá verða þrennir stórtónleikar.
Tvennir Forskólatónleikar verða haldnir í Stapa, Hljómahöll, þriðjudaginn 6. mars.
Fram koma Forskóli 2 ásamt Lúðrasveit og Rokkhljómsveit.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17.
Fram koma nemendur úr Akurskóla, Akurskóla – stofum við Dalsbraut, Háaleitisskóla og Holtaskóla.
Seinni tónleikarnir hefjast kl.18.
Fram koma nemendur úr Heiðarskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla.
Svo verða tónleikar lengra kominna nemenda verða haldnir í Bergi, Hljómahöll, miðvikudaginn 7. mars kl.19.30. Fjölbreytt og spennandi efnisskrá.
Það eru allir velkomnir á þessa tónleika á meðan húsrúm leyfir og er enginn aðgangseyrir!