Kennaratónleikar

Nokkrir af kennurum skólans standa fyrir tónleikum í Bíósal, Duushúsum, laugardaginn 4. maí kl.14.00. 

Fram koma Anna Hugadóttir, víóluleikari, Berglind Stefánsdóttir, flautuleikari, Gréta Rún Snorradóttir, sellóleikari, Sigurjón Bergþór Daðason, klarinettleikari, Þorvaldur Már Guðmundsson, gítarleikari og Örvar Ingi Jóhannesson, píanóleikari. 

Á tónleikunum verður leikin fjölbreytt efnisskrá, bæði í einleik og samleik, með vel þekktum klassískum verkum í bland við skemmtileg smálög. 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.