STÓR-tónleikar Lúðrasveitin (D-sveit) og Hljómsveitin Valdimar

Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Hljómsveitin Valdimar halda sannkallaða Stór-tónleika á kosningadaginn, laugardaginn 27. apríl n.k. kl.19.30 í Andrews-leikhúsi.  Flutt verða þekktustu lög Hljómsveitarinnar Valdimars í splunkunýjum útsetningum fyrir þessar tvær hljómsveitir.

Miðasala er hafin á midi.is og er miðaverð aðeins kr. 2000

Það má enginn láta þessa tónleika fram hjá sér fara. Athugið að Andrews leikhús tekur ekki nema um 490 manns. „Fyrstir koma –  fyrstir fá“.