Tónleikar lengra kominna nemenda

Hinir árlegu „Tónleikar lengra kominna nemenda“ verða haldnir í Stapa, Hljómahöllinni, fimmtudaginn 14. mars.

Að þessu sinni verður um tvenna tónleika að ræða. Þeir fyrri verða kl.18.00 og þeir seinni kl.20.00.

Efnisskrár verða mjög fjölbreyttar, bæði einleikur, einsöngur og samleikur af ýmsu tagi.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.