Að loknum Forskólatónleikum

Frábærri tveggja daga tónleikaröð Forskóla 2, Lúðrasveitarinnar og Strengjasveitarinnar lauk í gærkvöldi með Stór-konsert í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur.

S.l. mánudag og í gær, þriðjudag, fór lúðrasveitin og strengjasveitin á milli allra 6 grunnskóla Reykjanesbæjar þar sem Forskóli 2 (nemendur í 2. bekk) í hverjum skóla hélt 30 mínútna tónleika við undirleik hljómsveitanna. Svo komu allir saman í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi, um 200 forskólanemendur (forskóli 2), lúðrasveitin og strengjasveitin, alls 250 nemendur, til að ljúka þessari tónleikaröð með stór-tónleikum. Áheyrendur  troðfylltu Íþróttamiðstöðina og var mikil gleði á áheyrendapöllunum, enda tókust tónleikarnir sérlega vel.

Tónlistarskólinn þakkar öllum sem komu að tónleikunum, bæði nemendum og kennurum, sem og öðrum stofnunum og fyrirtækjum í Reykjanesbæ sem lögðu sitt af mörkum.