Verðlaun á Nótunni

Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar keppti á lokatónleikum Nótunnar sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu s.l. sunnudag. Sveitin, sem lék stór-glæsilega,  vann til verðlauna í flokki samleiks í miðnámi. Tónlistarskólinn óskar nemendunum í þessari flottu hljómsveit og stjórnandanum innilega til hamingju.