Næst komandi sunnudag, þann 11. mars, verða haldnir svæðistónleikar Nótunnar-uppskeruhátíðar tónlistarskóla fyrir Suðurnes, Suðurland og Kragann þ.e. höfuðborgarsvæðið umhverfis Reykjavík. Tónleikarnir verða í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Alls verða haldnir þrennir tónleikar; á grunnnámsstigi kl.11.30, á miðnámsstigi kl.13.00 og á miðnáms- og framhaldsnámsstigi kl.14.30.
Við tökum þátt í svæðistónleikunum með þau 3 atriði sem valin voru af valnefnd skólans á tónleikunum sem haldnir voru á Degi tónlistarskólanna laugardaginn 25. febrúar s.l.
Þau atriði sem taka þátt í svæðistónleikunum á sunnudaginn eru:
- Forskóli 2 og Lúðrasveit með lagið „Blokklingarnir“ eftir Michael Jón Clarke í útsetningu Inga Garðars Erlendssonar. Þetta atriði verður á Grunnnáms-tónleikunum kl.11.30
- Hljómsveitin Tropic Thunder með lagið „Astrocyte“ eftir Sævar Bachmann Kjartansson. Þetta atriði verður á Miðnáms-tónleikunum kl. 13.00
- Léttsveitin með lagið „It Had Better Be Tonight“ eftir Henry Mancini. Þetta atriði verður sömuleiðis á Miðnáms-tónleikunum kl. 13.00 og verður lokaatriði tónleikanna.
Allir eru velkomnir á tónleikana og aðgangur er ókeypis.
Á svæðistónleikunum verður valnefnd á vegum yfirstjórnar Nótunnar sem velur alls 7 atriði af tónleikum dagsins til að taka þátt í Lokatónlekum Nótunnar sem fara fram í Eldborg í Hörpu sunnudaginn 18. mars n.k. Vonandi náum við atriði inn á þá tónleika. Það væri skemmtilegt.