Hvatningaverðlaun fræðsluráðs

Fræðsluráð Reykjanesbæjar afhenti Hvatningarverðlaun fræðsluráðs miðvikudaginn 26. ágúst en Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hlaut 2 tilnefningar til verðlaunanna. Aðra fyrir uppsetningu á óperunni „Brúðkaup Fígarós“ eftir W.A. Mozart, sem skólinn setti upp s.l. vor í samstarfi við Óperufélagið Norðuróp og hina fyrir starfsemi Bjöllukórs skólans. Tónlistarskólinn hlaut svo sjálf Hvatningarverðlaunin fyrir starfsemi Bjöllukórsins undir stjórn Karenar Sturlaugsson. Tilnefningarnar og Hvatningarverðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir skólann, bæði starfsfólk og nemendur og það sem hann stendur fyrir.

11921686_1063071853716531_2502581325871334384_n