Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var stofnaður árið 2012 í tilefni af því að Sinfóníuhljómsveit Íslands óskaði eftir bjöllukórum til að spila á jólatónleikum þeirra það árið. Eftir það var ekki aftur snúið og kórinn spilað á öllum jólatónleikum Sinfóníunnar síðan þá við góðar undirtektir áheyrenda.
Í sumar stefnir Bjöllukórinn á reisu til Bandaríkjanna þar sem þau hefja dvölina á nokkurra daga bjöllukóranámskeiði/-hátíð í University of Massachusetts og enda ferðina á því að spila með stórri hljómsveit og kór í einum virtasta tónleikasal heims, Carnegie Hall í New York.
Ekki fyrir löngu setti bjöllukórinn í loftið „like“ síðu á Facebook og hvetjum við fólk að fylgjast með þeim þar!