Dagur Tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna er nú haldinn hátíðlegur árlega sunnudaginn 7. febrúar sem er fæðingardagur Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrverandi menntamálaráðherra. Litið er á hann sem „föður“ íslenska tónlistarskólakerfisins vegna framgöngu hans á 7. áratug síðustu aldar um fyrstu lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla.

Í tilefni dagsins stendur skólinn fyrir nemendatónleikum í netheimum alla helgina.Síðustu daga hafa verið tekin upp myndskeið af ýmsum hópum á öllum aldri í skólanum og eru nemendur spenntir að sýna ykkur afraksturinn.

Tónleikarnir eru nú aðgengilegir hér að ofan undir flipanum Dagur Tónlistarskólanna 2021. Góða skemmtun!

Tónleikar

Í næstu viku hefjast á ný tónleikar. Mánudaginn 1. feb og þriðjudag 2. feb fara fram almennir nemendatónleikar þar ýmsir nemendum koma fram. Ungir og aldnir, strengja- og blástursleikarar og stöku söngvari. Tónleikarnir báðir hefjast stundvíslega kl.17:30.
Eins og var hjá okkur fyrir áramót þá eru engir áhorfendur leyfðir en hægt verður að fylgjast með tónleikunum í beinni á YouTube-rás skólans hér


Breytingar

Gleðilegt nýtt ár!

Gjaldskrá
Nú hefur tekið í gildi ný gjaldskrá og er hana að finna hér að ofan undir flipanum Skólinn og námsumhverfið.
Þau sem nú þegar stunda nám við skólann þurfa ekki að hafa áhyggjur af hækkun á sínum skólagjöldum, þessi nýja gjaldskrá á við um þau sem skrá sig til náms frá og með 1. janúar 2021 og fyrir núverandi nemendur tekur hún gildi við endurnýjun umsóknar í haust.

Breyting á opnunartíma
Vegna styttingu vinnuvikunnar höfum við breytt opnunartíma skrifstofunnar í það sem hér segir; mánudaga – fimmtudaga opið frá kl.9-17 og föstudaga opið frá kl.9-16.

Sóttvarnarreglur
Breytingar og afléttingar á sóttvarnarreglum innan skóla tóku gildi um áramót og hér efst á síðunni er hægt að sjá hvaða reglur eiga við um okkar skóla.

Desember og jólatónleikar

Nú eru jólatónleikar í fullum gangi og hægt að skoða dagskrá hér að ofan undir flipanum Jólatónleikar 2020, þar er einnig hlekkur á Youtube rás skólans þar sem tónleikunum verður streymt.
Einnig er komið út jólaútgáfa af fréttabréfi okkar Tónvísir og einnig hægt að nálgast það hér að ofan.

Jólaleyfi hefst að loknum föstudeginum 18. desember og hefjum við kennslu á nýju ári þriðjudaginn 5. janúar.

Hóptímar á ný

Búið er að auka svigrúm í starfsemi tónlistarskólanna sem gerir það að verkum að við getum á ný boðið upp á alla okkar hóptíma innan skólans. Hópkennarar munu hafa samband við sína nemendur um næstu skref. Grímuskylda á við um nemendur í 8. bekk og eldri ef ekki er hægt að tryggja 2m fjarlægð við næsta mann. Munum svo að spritta fyrir hverja kennslustund. Hlökkum til að sjá ykkur í húsinu!

Skólastarf 18. nóv – 2. des

Miðað við nýja reglugerð þá verður engin breyting á starfsemi Tónlistarskólans frá 18. nóv – 2. des.

-Einkatímar eru á sínum stað, bæði innan grunnskólanna og í Tónlistarskólanum
-2ja metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
-Tónfræðagreinar verða áfram í fjarkennslu hjá okkur.
-Allt hljómsveitastarf, allt samspilsstarf og allt tónleikahald liggur niðri enn um sinn.
-Grímuskylda er í öllu starfi með nemendum innan tónlistarskóla. Hún á við bæði við kennara og nemendur. Undanþágur snúa að kennslu á blásturshljóðfæri og söngkennslu.
-Foreldrar/forráðamenn og aðrir utanaðkomandi skulu almennt ekki koma inn í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda.

Svo það allra mikilvægasta; handþvottur og spritt fyrir hverja kennslustund!

Hvatagreiðslur

Nemendur á aldrinum 6-18 ára eiga rétt á hvatagreiðslum frá Reykjanesbæ og hvetjum við forráðamenn að nýta sér það. Hvert barn á rétt á niðurgreiðslu allt að 35.000kr. og er greitt út 10. hvers mánaðar. Aðeins tvær greiðslur eru eftir á þessu ári áður en inneignin verður niðurfelld um áramót. 
Allar helstu upplýsingar er að finna hér

 

 

Starfsemi Tónlistarskólans 3. – 17. nóv

Kennsla tónlistarskólans í grunnskólum Reykjanesbæjar
-Forskólakennsla verður í öllum grunnskólunum nema Stapaskóla
-Hljóðfærakennsla getur farið fram í grunnskólunum. Umsjónakennarar hafa samband við sína nemendur ef breyta þarf tímum vegna breyttrar viðveru nemenda í 5. – 7. bekk.
-Grímuskylda gildir fyrir kennara tónlistarskóla sem fara inn í grunnskóla í hljóðfærakennslu.
-2ja metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
 
Kennsla í Tónlistarskólanum í Hljómahöll
-Grímuskylda er í öllu starfi með nemendum innan tónlistarskóla. Hún á við bæði við kennara og nemendur. Undanþágur snúa að kennslu á blásturshljóðfæri og söngkennslu.
-2ja metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
-Tónfræðagreinar verða áfram í fjarkennslu hjá okkur.
-Allt hljómsveitastarf, allt samspilsstarf, allt tónleikahald og Suzuki-hóptímar liggur niðri enn um sinn.
-Foreldrar/forráðamenn og aðrir utanaðkomandi skulu almennt ekki koma inn í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda.
 
Svo það allra mikilvægasta; handþvottur og spritt fyrir hverja kennslustund!