Myndir frá tónfundi 4. mars

Í gær, miðvikudaginn 4. mars, fór fram virkilega skemmtilegur tónfundur. Þar komu fram ma.a nemendur á gítar, píanó, trompet og þverflautu eins og myndirnar hér að neðan sína.

Myndir frá tónfundi 2. mars

Frábær tónfundur fór fram 2. mars í Bergi. Á tónleikunum komu fram nemendur á harmonikku, gítar, píanó og blokkflautur eins og sést hér á meðfylgjandi myndum.

Myndir frá kvikmyndatónleikum

Stórskemmtilegir kvikmyndatónleikar lúðrasveitanna fóru fram síðasta miðvikudag. Fullt var útúr dyrum og skemmtu áhorfendur sér mjög vel, ungir sem aldnir. Allar lúðrasveitir skólans spiluðu kvikmyndatónlist frá öllum tímum kvikmyndasögunnar meðan myndbrot rúlluðu á tjaldi. Mátti m.a. heyra lög úr Hringjaranum í Notre Dame, Batman, Frozen, Midway og Latabæ.

Klarinett kynning

Klarinett kennararnir Kristín Þóra og Geirþrúður stóðu fyrir alsherjar klarinett kynningu um daginn fyrir nemendur deildarinnar. Innan klarinett fjölskyldunnar eru fjöldamörg ólík hljóðfæri og voru nemendurnir hæstánægðir að fá kynninguna.

Myndir frá tónfundi 16. febrúar 2015

Stórskemmtilegur tónfundur fór fram síðasta mánudag og hér að neðan eru myndir af öllum þeim nemendum sem komu fram

Landsmót SÍSL í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Stórskemmtilegt landsmót C/D skólalúðrasveita fór fram um síðustu helgi hér í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, í raun var öll Hljómahöllin undirlögð að undanskildu Rokksafni Íslands. Húsið rúmaði alla starfsemi og gesti vel, spilað var í hverju horni alla helgina sem lauk með stórskemmtilegum tónleikum í Stapa á sunnudeginum. Þar komu fram hljóðfærakórar, blásarakvintett og afrakstur námskeiðs hjá Inga Garðari Erlendssyni um nútímanótnaskrift fékk að óma. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá helginni:

 

Dagur tónlistarskólanna – myndir