Nemendatónleikar í mars og apríl

Fleiri nemendatónleikum hefur verið bætt við nú i mars og apríl. Við hlökkum mikið til að heyra í okkar frábæru nemendum og bjóðum gesti velkomna. Tónleikum verður þó áfram streymt og má nálgast link hér til hliðar.

Hefðbundnir nemendatónleikar í Bergi:

  • mán. 14. mars 17:30
  • þrið. 15. mars 17:30
  • fös. 18. mars  17:30
  • mán. 21. mars 17:30
  • miðv. 23. mars 17:30
  • fös. 8. apríl 17:30

Aðrir tónleikar

  • mán. 28. mars kl. 19:30 Tónleikar lengra kominna nemenda.
  • þrið. 29. mars kl. 19:30 Tónleikar lengra kominna nemenda.
  • miðv. 30. mars kl. 17 og kl. 18 Tónleikar miðnámsnemenda.
  • fimm. 31 mars kl. 17 og kl. 18 Tónleikar miðnámsnemenda.
  • fös. 1. apríl kl. 17 Tónleikar miðnámsnemenda.

Tónleikar 5. mars

N.k. laugardag, 5. mars kl.13:00 heldur MEGA-Hljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tónleika í Bergi, Tónlistarskólanum / Hljómahöll. Hljómsveitin var sett saman fyrir stuttu síðan og er afmarkað verkefni nemenda skólans, en hljómsveitina skipa alls 21 nemandi á strengjahljóðfæri, klassíska gítara og blásturshljóðfæri auk tveggja kennara. Annar þeirra, Þórunn Harðardóttir, fiðlu- og víólukennari, er stjórnandi hljómsveitarinnar.Þessi samsetning á hljómsveit er frekar óvenjuleg, en samhljómurinn er afar fallegur þar sem mætast skerpa strengja- og blásturshljóðfæranna og mýkt gítaranna.Á efnisskrá tónleikanna, sem verða um hálftíma langir, eru 3 þjóðlög í sérstökum útsetningum fyrir áðurnefnda hljómsveitarsamsetningu.Gestir eru velkomnir auk þess sem tónleikunum verður streymt á YouTube-rás skólans.Það er gaman að geta þess að MEGA-Hljómsveitin verður eitt af framlögum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á „Nótunni – uppskeruhátíð tónlistarskóla“ sem fram fer í Salnum, Kópavogi, laugardaginn 19. mars n.k.

Stoðtími í Kjarna

Nemendum stendur nú til boða að koma í stoðtíma á miðvikudögum kl. 18:15-19:00 til að vinna í tónfræðihluta Kjarnanámsins.

Jóhanna María kjarnakennari verður til staðar til að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins.
Stoðtíminn er val hvers nemanda og mæting er þar af leiðandi ekki skráð.

Ef einhver sem hyggst nýta sér tímana en kemst ekki kl.18:15 þá getur hann samt sem áður mætt, nýtt sér það sem eftir er af tímanum og fengið aðstoð hjá Jóhönnu Maríu.

Kennsla fellur niður 4. febrúar

Seinni bólusetning leikskólabarna og 6-11 ára barna í Reykjanesbæ (1.-6. bekkur) mun fara fram hér í Tónlistarskólanum n.k. föstudag, þann 4. febrúar.

Hvíldaraðstaða/biðaðstaða að lokinni bólusetningu verður í Stapa, Hljómahöll eins og í fyrri bólusetningunni.

Vegna þessa fellur öll kennsla í Tónlistarskólanum niður þann dag, bæði hljóðfærakennslan í grunnskólunum og öll kennsla hér í heimastöð skólans að Hjallavegi 2.

Þetta á líka við um kvöldtíma.

Þegar bólusetningunum er lokið, verður skólinn þrifinn vel og vandlega og öll svæði og stofur sem notaðar verða í bólusetningunni sótthreinsaðar.

Skólinn verður því tilbúinn fyrir nemendur og starfsfólk strax á mánudagsmorgun.

Þótt kennsla Tónlistarskólans falli niður á föstudaginn, þá verður skrifstofa skólans opin og við skólastjórarnir til taks, en þá eingöngu í gegn um tölvupóst eða síma.

Aðrar gestakomur en þær sem snúa að bólusetningunum eru óheimilar.