Bjöllukórinn verður að venju þátttakandi í Jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands eins og undanfarin ár og við erum enn og aftur afar stolt af því. Um er að ræða ferna tónleika sem verða að venju í Eldborg í Hörpu, laugardaginn 17. desember og sunnudaginn 18. desember og báða dagana kl. 14 og 16. Að þessu sinni verður yngri Bjöllukórinn einnig með í þessu verkefni og hefur það hlutverk að spila frammi á gangi fyrir tónleikagesti eftir hverja tónleika. Eldri Bjöllukórinn spilar hins vegar fyrir tónleikagesti á undan hverjum tónleikum og fer svo á svið með Sinfóníunni. Við hvetjum alla til þess að ná sér í miða en þeir eru til sölu á vef hljómsveitarinnar á sinfonia.is/tonleikar-og-midasala
Author: hah
Jólatónleikar 2022
Nú stendur yfir jólatónleikaröð skólans, en þeir síðustu verða þriðjudaginn 20. desember. Sjá nánar á Facebook.
Öskudagurinn n.k. miðvikudag 2. mars
N.k. miðvikudag, 2. mars sem er Öskudagur, er starfsdagur hér í Tónlistarskólanum og því engin kennsla þann dag. Skrifstofan er hins vegar opin til kl.14:00.
Vetrarfrí
Tónlistarskólinn verður í vetrarfríi föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október n.k. Öll kennsla fellur niður þessa daga. Sjáumst hress aftur þriðudaginn 25. október.
Jólaleyfi og upphaf kennslu á nýju ári
Síðasti kennsludagur fyrir jólaleyfi er föstudagurinn 19. desember.
Skólastarf hefst að nýju mánudaginn 5. janúar 2015, með starfsdegi kennara.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar.
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár
Verkfalli FT frestað
Kæru nemendur og forráðamenn. Verkfalli Félags tónlistarskólakennara, FT, hefur verið frestað. Skrifað var undir samning á 6. tímanum í morgun og niðurstöður úr kosningu félagsmanna um samninginn munu liggja fyrir þann 8. desember n.k.
Kennsla í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er því hafin að nýju.
Tónfundir falla niður
Tónfundir sem eiga að vera í þessari viku, mánudag til föstudags, falla niður vegna verkfalls Félags tónlistarskólakennara. Lang flestir af þeim nemendum sem koma áttu fram á tónfundunum eru nemendur kennara í verkfalli auk þess sem tónfundirnir áttu að vera í umsjón kennara sem eru í verkfalli.
Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hafið
Tónlistarskólakennarar sem eru innan Kennarasambands Íslands, þ.e. í Félagi tónlistarskólakennara (FT), hafa staðið í erfiðri kjarabaráttu allt þetta ár og nú er svo komið að boðað verkfall FT er hafið frá og með deginum í dag, miðvikudaginn 22. október. Við það raskast starfsemi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verulega, sem og nánast allra annarra tónlistarskóla á landinu.
Til upplýsinga, eru hér að neðan tveir listar. Annars vegar yfir þá kennara TR sem fara í verkfall og þær kennslugreinar sem þeir kenna við skólann og falla niður meðan á verkfalli stendur. Hins vegar listi yfir þá kennara TR sem ekki fara í verkfall (eru í Félagi íslenskra hljómlistarmanna, FÍH) og þær kennslugreinar sem þeir kenna og verða óbreyttar.
Kennarar innan KÍ/FT sem fara í verkfall og kennslugreinar og stjórnun sem falla niður vegna þess:
Aleksandra Pitak: Gítar, mið gítarsamspil, deildarstjórn
Áki Ásgeirsson: Tónver, Tónsmíðar
Berglind Stefánsdóttir: Flauta
Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir: Píanó, Slagkraftar, Slagharpa, deildarstjórn
Dagný Marinósdóttir: Flauta
Dagný Þórunn Jónsdóttir: Forskóli, Söngur, Opin söngdeild, Kór
Geirþrúður Fanney Bogadóttir: Forskóli, Klarinett, deildarstjórn
German Khlopin: Píanó, Harmonika, Samspil
Gréta Rún Snorradóttir: Forskóli, Selló
Helga Aðalheiður Jónsdóttir: Blokkflauta, Samspil
Helga Bryndís Magnúsdóttir: Meðleikur söngdeildar
Helgi Þorleiksson: Slagverk
Ína Dóra Hjálmarsdóttir: Forskóli, Kjarni
Jón Guðmundsson: Flauta
Jóna Kristín Jónsdóttir: Kjarni
Karen Janine Sturlaugsson: Bjöllukór, Aðstoðarskólastjórn. ATH. að æfingar elstu lúðrasveitarinnar munu halda áfram undir stjórn Björgvins R. Hjálmarssonar aðstoðarstjórnanda.
Kristín Þóra Pétursdóttir: Klarinett
Kristján Karl Bragason: Píanó, Meðleikur hljóðfæradeilda
Ragnheiður Skúladóttir: Píanó
Sigrún Gróa Magnúsdóttir: Forskóli, Píanó, Meðleikur yngri strengjanemenda, Slagkraftar
Steinar Guðmundsson: Píanó, Hljómborð
Tone Solbakk: Forskóli
Unnur Pálsdóttir: Fiðla, Strengjasveit eldri
Vilhjálmur Ingi Sigurðarson: Málmblástur
Þorkell Atlason: THH, Klassísk tónlistarsaga
Þorvaldur Már Guðmundsson: Gítar, yngsta og elsta gítarsamspil
Þórunn Harðardóttir: Fiðla, Víóla, Strengjasveit yngri
Örvar Ingi Jóhannesson: Píanó
Kennarar innan FÍH og fara því ekki í verkfall og kennslugreinar og stjórnun sem falla ekki niður:
Andrés Þór Gunnlaugsson: Meðleikur í Rymtískum söng
Andri Ólafsson: Klarinett
Ásgeir Aðalsteinsson: Forskóli, Kjarni
Björgvin Ragnar Hjálmarsson: Saxófónn, aðstoðarstjórnandi Lúðrasveit mið og elsta
Brynjólfur Snorrason: Trommur
Bylgja Dís Gunnarsdóttir: Forskóli, Söngur, Opin söngdeild, Leiklist söngdeildar
Díana Lind Monzon: Gítar
Eyþór Ingi Kolbeins: Rytmísk hljómfræði, Samspil, deildarstjórn
Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir: Rytmískur söngur
Högni Þorsteinsson: Rafgítar, Samspil
Ingi Garðar Erlendsson: Kjarni, Djass-tónlistarsaga, deildarstjórn
Jóhann Smári Sævarsson: Söngur, Opin söngdeild
Páll Hannesson: Kontrabassi
Róbert Þórhallsson: Rafbassi
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir: Málmblástur, Lúðrasveitir yngsta og mið, Samspil
Steingrímur Karl Teague: Rytmískt píanó
Strengjamót á Akureyri 17.-19. október
Landsmót strengjanemenda verður haldið á Akureyri dagana 17., 18. og 19. október n.k. Myndarlegur hópur nemenda, foreldra og kennara úr strengjadeild skólans tekur þátt, og verður lagt af stað með rútu héðan frá skólanum kl.10.30 á föstudaginn.
Landsmótinu lýkur með tónleikum í Hofi á sunnudeginum 19. október kl. 13.30. Það eru allir velkomnir á tónleikana og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
Vetrarleyfi
Föstudaginn 17. og mánudaginn 20. október verður skólinn í vetrarleyfi. Það verður því engin kennsla þessa daga. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 21. október.