Í kennsluvikunni 6. – 10. febrúar n.k. hefjast námskeiðin sem auglýst voru í Víkurfréttum þann 26. janúar s.l. Um er að ræða námskeið í hljómaslætti á gítar („vinnukonugrip“) og námskeið í píanó- eða hljómborðsleik. Gítarnámskeiðið stendur yfir í 8 vikur en píanó-/hljómborðsnámskeiðið í 6 vikur. Umsóknarfresti er að ljúka, svo nú fer hver að verða síðastur að skrá sig.