Gítarsveit í stuði
Gítarsveit A er í miklu stuði þessa dagana og flytur hér Gítarboogie undir handleiðslu kennara síns Þorvaldar Más.
Hljómahöll – Hjallavegi 2 – 260 Reykjanesbær – 420 1400 – tonlistarskoli@tonrnb.is
Gítarsveit A er í miklu stuði þessa dagana og flytur hér Gítarboogie undir handleiðslu kennara síns Þorvaldar Más.
Búið er að auka svigrúm í starfsemi tónlistarskólanna sem gerir það að verkum að við getum á ný boðið upp á alla okkar hóptíma innan skólans. Hópkennarar munu hafa samband við sína nemendur um næstu skref. Grímuskylda á við um nemendur í 8. bekk og eldri ef ekki er hægt að tryggja 2m fjarlægð við næsta mann. Munum svo að spritta fyrir hverja kennslustund. Hlökkum til að sjá ykkur í húsinu!
Miðað við nýja reglugerð þá verður engin breyting á starfsemi Tónlistarskólans frá 18. nóv – 2. des.
-Einkatímar eru á sínum stað, bæði innan grunnskólanna og í Tónlistarskólanum
-2ja metra fjarlægðarmörk í einstaklingskennslu á milli kennara og nemanda.
-Tónfræðagreinar verða áfram í fjarkennslu hjá okkur.
-Allt hljómsveitastarf, allt samspilsstarf og allt tónleikahald liggur niðri enn um sinn.
-Grímuskylda er í öllu starfi með nemendum innan tónlistarskóla. Hún á við bæði við kennara og nemendur. Undanþágur snúa að kennslu á blásturshljóðfæri og söngkennslu.
-Foreldrar/forráðamenn og aðrir utanaðkomandi skulu almennt ekki koma inn í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til og þá gildir grímuskylda.
Svo það allra mikilvægasta; handþvottur og spritt fyrir hverja kennslustund!
Nemendur á aldrinum 6-18 ára eiga rétt á hvatagreiðslum frá Reykjanesbæ og hvetjum við forráðamenn að nýta sér það. Hvert barn á rétt á niðurgreiðslu allt að 35.000kr. og er greitt út 10. hvers mánaðar. Aðeins tvær greiðslur eru eftir á þessu ári áður en inneignin verður niðurfelld um áramót.
Allar helstu upplýsingar er að finna hér
Kæru nemendur og forráðamenn.
Vegna hertra sóttvarnareglna sem fela í sér breytingar innan í grunnskólanna, verða ekki hljóðfæratímar í grunnskólunum né forskóli á morgun, mánudaginn 2. nóvember.
Við munum senda ykkur póst á morgun um framhaldið, þegar við höfum fengið ítarlegri upplýsingar.
Öll önnur kennsla Tónlistarskólans helst óbreytt, þ.e. Kjarni og allar aðrar tónfræðagreinar í fjarkennslu, hljóðfærakennsla sem fram fer hér í Tónlistarskólanum, rytmísk deild og söngdeild.
Samspil og hljómsveitastarf liggur niðri enn um sinn.
Öllu hópastarfi hefur verið slegið á frest frá og með miðvikudeginum 21. október, gildir í óákveðinn tíma. Þetta á við um alla tónfræðitíma, samspil, hljómsveitir og hóptíma innan söngdeildar. Tónfræðikennslan mun færast í fjarkennslu og vinna nú kennarar hörðum höndum að þeirri skipulagningu.
Öll hljóðfæra- og söngkennsla (einkakennsla) verður hins vegar eins og venjulega, út í grunnskólunum og hér í tónlistarskólanum.
Fjarkennsla frá og með mánudeginum 26. október, í óákveðinn tíma:
*Allur Kjarni. Kennarar: Gíslí, Elín og Jóna.
*Nótnalestur. Kennarar: Dagný og Kristinn.
*Tónheyrn, hljómfræði, jass-hljómfræði, tónlistarsaga. Kennarar: Magni, Eyþór og Gísli.
Fellur niður um óákveðinn tíma, frá og með miðvikudeginum 21. október:
*Allt hljómsveitastarf.
*Öll samspil.
*Kór söngdeildar.
*Opin söngdeild, klassísk.
*Opin söngdeild, rytmísk.
*Leiklist söngdeildar.
Grímuskylda fyrir alla fædda árið 2004 eða fyrr
Frá og með miðvikudeginum 21. október n.k. verður tekin upp grímuskylda hér í tónlistarskólanum.
*Nemendur eiga að vera með grímu á göngum/stigagöngum skólans, biðsvæðum og salernum.
*Nemendur eiga að vera með grímu í öllum kennslustundum þar sem hægt er að koma því við.
*Í þeim námsgreinum sem ekki er hægt að hafa grímu, skal hún tekin niður þegar nemandinn er kominn inn í kennslustofuna og sett upp aftur áður en gengið er út úr stofunni.
*Í þeim tilfellum sem ekki er hægt að hafa grímu í kennslustundum, skulu bæði kennari og nemandi gæta a.m.k. 2 metra fjarlægðar sbr. 5. gr. gildandi reglugerðar um takmörkun á skólastarfi.
*Fjarlægðartakmarkanir skulu vera í samræmi við gildandi geglugerð hverju sinni, þar til grímuskyldan verður afnumin.
Frekari upplýsingar um starfsemi skólans í heimsfaraldri er að finna undir hnappnum „COVID-19 og sóttvarnarreglur“ hér að ofan.
Mánudaginn 19. okt og þriðjudaginn 20. okt er vetrarfrí í Tónlistarskólanum og fer því engin kennsla fram. Við vonum að nemendur okkar og forráðamenn hafi það gott í fríinu.
Í ljósi útbreiðslu smita hér í Reykjanesbæ og fólks í sóttkví þá falla niður allir hóptímar frá og með fimmtudeginum 15. október. Þetta eru allir tónfræðitímar, hljómsveita- og samspilsæfingar, kór og leiklist söngdeildar og tónleikar sem voru á dagsskrá hjá okkur. Staðan verður tekin aftur eftir vetrarfrí skólans sem er dagana 19. og 20. október.
Föstudaginn 9. október er starfsdagur í Tónlistarskólanum. Kennarar og stjórnendur munu þá sækja rafrænt svæðisþing Félags kennara og stjórnenda í Tónlistarskólum.
Öll kennsla fellur niður þann daginn.