Engin kennsla mánudag 27. nóvember

Næstkomandi mánudag 27.nóvember, verður engin kennsla við skólann, hvorki hóptímar né einkakennsla vegna vinnutímastyttingar kennara og stjórnenda skólans.
Skrifstofa skólans verður einnig lokuð.
Hins vegar er ekkert frí frá heimaæfingum og eru nemendur hvattir til æfa sig sérstaklega vel þennan dag.

Nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á Strengjasveitamóti

Helgina 6. til 8. október 2023 var haldið strengjasveitamót á Akureyri þar sem strengjanemendur af öllu landinu komu saman. Í heildina voru þetta rúmlega 200 börn sem spiluðu á fiðlu, víólu, selló eða á kontrabassa. Skipt var í fjórar hljómsveitir eftir getu og mikið æft fyrir tónleika sem voru haldnir á sunnudeginum í Hofi. Hver hljómsveit spilaði 2-3 lög og að endingu spiluðu allir 200 þátttakendurnir sameiginlega lagið „Á Sprengisandi“. Að sjálfsögðu var fullt út úr dyrum og standandi lófaklapp fyrir þessum frábæru krökkum sem voru búin að leggja svo mikið á sig. 
Tónlistarskólinn í Reykjanesbæ lét sitt ekki eftir liggja og sendi frá sér sex frábæra nemendur sem stóðu sig að sjálfsögðu frábærlega. 

Flottu strengjanemendurnir okkar fyrir framan Hof á Akureyri eftir velheppnaða tónleika.
Frá vinstri: Anton, Elin, Fanney, Berglind, Sóley og Móey.

Vinnustytting og vetrarfrí

Fimmtudaginn 19. október er vinnustytting hjá okkur og því engin kennsla þann dag.

Föstudaginn 20. október og mánudaginn 23. október er vetrarfrí til samræmis við vetrarfrí í grunnskólum Reykjanesbæjar og því engin kennsla þessa daga.

Kvennaverkfall þriðjudaginn 24. október

Kæru nemendur og forráðamenn.

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október næstkomandi. Konur og kvár sem geta, munu þá leggja niður störf. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun. Eftirtaldir starfsmenn Tónlistarskóla Reykjanesbæjar hafa tilkynnt að þeir ætli að taka þátt í kvennaverkfallinu.

Birta R. Sigurjónsdóttir, söngkennari rytmískrar deildar. Dagný Þ. Jónsdóttir, deildarstjóri, söngkennari. Geirþrúður F. Bogadóttir, deildarstjóri, forskólakennari, klarinettkennari. Guðríður E. Halldórsdóttir, píanókennari, meðleikari, Suzuki-píanókennari. Hjördís Einarsdóttir, forskólakennari. Jelena Raschke, forskólakennari, píanókennari, meðleikari. Jóhanna M. Kristinsdóttir, forskólakennari, tónfræðakennari (KJA). Karen J. Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri, trompetkennari, stjórnandi bjöllukórs. Mariia Ishchenko, píanókennari, meðleikari. Monika M. Malesa, ræstitæknir með meiru. Ragnheiður E. Magnúsdóttir, þverflautukennari, stjórnandi lúðrasveita. Renata Ivan, deildarstjóri, píanókennari, meðleikari. Sigrún G. Magnúsdóttir, píanókennari, blokkflautukennari, Suzuki-blokkflautukennari, meðleikari. Tone Solbakk, forskólakennari. Unnur Pálsdóttir, fiðlukennari, stjórnandi kammerhópa. Þórarna S. Brynjólfsdóttir, málmblásturskennari, stjórnandi lúðrasveita. Þórunn Harðardóttir, fiðlukennari, víólukennari, stjórnandi strengjasveita.

Nemendur Tónlistarskólans í Ungsveit Sinfó


Við í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar erum heldur betur stolt af nemendum okkar, fyrrverandi og núverandi, sem eru að taka þátt í Ungsveit Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hvetjum alla til að mæta á tónleikana sem verða í Eldborgarsal Hörpu næstkomandi sunnudag 24. september kl. 17:00.

Fréttin hér fyrir neðan er úr nýjasta tölublaði Víkurfrétta.

Skólaslit og umsóknir

Skólaslit verða í Stapa fimmtudaginn 25. maí kl. 18:00.
Áfangaprófsskírteini verða afhent sem og vitnisburðarblöð vetrarins. Fulltrúi Íslandsbanka
mun tilkynna nýjan handhafa Hvatningarverðlauna bankans fyrir næsta skólaár og að
venju verður áhugaverður tónlistarflutningur. Öll hjartanlega velkomin.

Endurnýjun umsókna fyrir skólaárið 2023-2024
Föstudagurinn 19. maí n.k. er lokadagur fyrir núverandi nemendur til að endurnýja
umsóknir sínar fyrir næsta skólaár. Eftir þann dag förum við að vinna úr
biðlistaumsóknum. Við biðjum því nemendur/forráðamenn um að virða þessa dagsetningu
svo skólavist verði trygg.
Umsóknarferli í nýjum gagnagrunni íslenskra tónlistarskóla er því miður ekki tilbúið.
Því biðjum við þá sem ætla að hætta námi að senda okkur tölvupóst um það.
Eins biðjum við þá sem þurfa að tilkynna einhverjar breytingar að senda okkur póst.
Að öðru leiti flytjast nemendur sjálfkrafa óbreytt á milli skólaára.
Póstfang skólans er : tonlistarskoli@tonrnb.is

Nýjar umsóknir fyrir næsta skólaár
Sótt skal um á vef skólans undir hnappnum „Nýjar umsóknir“
Það er alltaf opið fyrir nýjar umsóknir, en ef nemandi vill eiga möguleika á því að komast
að næsta skólaár, er mjög æskilegt að sótt sé um eigi síðar en föstudaginn 2. júní n.k. Eftir
þann dag verður unnið úr nýjum umsóknum. Þeir sem fá skólavist fá tilkynningu í
tölvupósti. Aðrar umsóknir fara á biðlista. Ekki verður haft samband við þá umsækjendur
sem fara á biðlista, en skrifstofan veitir nánari upplýsingar í síma 420-1400 til
miðvikudagsins 14. júní.

Tónvísir

Tónvísir, fréttabréf skólans, er nú komið út og hægt að nálgast hér eða í flipa hér að ofan.
Þar er eru upplýsingar um allt það sem viðkemur lokasprettinum á þessu skólaári; dagskrá vor- og framhaldsprófstónleika, hvernig skal endurnýja umsókn fyrir næsta skólaár og margt fleira. Við fletjum ykkur til að lesa það vel yfir.